-
Langreyður er gríðarstór skíðishvalur sem tilheyrir reyðarhvalaættinni (Balaenopteridae). Hún er næststærsta skepna jarðar á eftir steypireyði. Langreyðurin er stundum kölluð „mjóhundur hafsins“ vegna þess hve hratt hún syndir. Hún getur náð 45 km hraða á stuttum sprettum.
-
Þrír langreyðarstofnar eru til. Einn í Norður-Kyrrahafi, einn í Norður-Atlantshafi og einn á suðurhveli. Þessir stofnar blandast ekki.
-
Langreyðar eru kjötætur sem sía svifdýr og smáfisk úr sjónum. Þær eru með mjög fíngerð, grásvört skíði sem fanga örsmáar fæðueiningar. Um 350-400 skíði eru hvorum megin í efri kjálkanum.
-
Oftast synda langreyðar um í 3-7 hvala hópum en hópar með allt að 300 hvölum geta myndast þar sem fæðuframboð er mikið eða þegar dýrin flytja sig á milli staða.
-
Langreyður kafar oftast niður á 100-200 m dýpi og sjaldnast lengur en í 15 mínútur í einu. Langreyðar verða um 24-26 m langar og vega 60-80 tonn. Við fæðingu vegur langreyðarkálfur um tvö tonn.