-
Sandreyður er þriðja stærsta hvalategundin og nær allt að 20 m lengd. Hún er einnig á meðal þeirra hraðskreiðustu. Hún getur náð 40 km hraða á klst. í stuttan tíma í senn.
-
Bakugginn er gríðarlega hár miðað við skíðishval og staðsettur aftarlega á bolnum.
-
Sandreyður er farhvalur og finnst í öllum heimshöfum þótt hún haldi aðallega til í heittempruðum höfum og í hitabeltinu.
-
Sandreyður síar fæðu úr sjónum eins og aðrir skíðishvalir. Sandreyðurin er hins vegar eini skíðishvalurinn sem beitir bæði sundsíun og gleypir fæðu. Þegar bráðinni hefur verið náð ýtir hún sjónum aftur út en heldur bráðinni fanginni með skíðunum. Á fæðutímabili geta þær kafað í allt að 20 mínútur í fæðuleit.
-
Sandreyðarkýr bera einn kálf á 2-3 ára fresti og einstöku sinnum hendir að tvíburar koma í heiminn. Þær ná yfirleitt kynþroska í kringum 5-14 ára aldur og hefja þá mökun. Meðalævilengd sandreyða er 50-60 ár.