Lagenorhynchus albirostris
-
Hnýðingurinn verður um 3 m að lengd og er sterklega byggður. Skrokkurinn er að mestu svartur eða grár með ljósan hrygg fyrir aftan bakuggann og hvítar rákir á hliðunum.
-
Tegundin heldur sig einkum í tempruðum sjó Norður-Atlantshafsins en finnst allt norður í Hvítahaf og stundum suður við Spánarstrendur. Hann er algengur við strendur Íslands og Noregs og auk þess í Norðursjó.
-
Í Austur-Kanada er hnýðingurinn stundum kallaður „smokkfisksæta“ en hann étur líka fjölmargar fisktegundir, allt frá smáum torfufiski eins og síld til stærri botnfiska eins og þorsks, lýsu og ýsu.
-
Hnýðingurinn er þekktur fyrir félagslyndi sitt og sést oft stökkva í öldum sem skapast af bátaumferð.
-
Til þess að eiga samskipti hver við annan nota hnýðingar margs konar smelli og flaut með ólíkri tónhæð og tóntegund svo þeir viti hver í hópnum er að tjá sig.