-
Steypireyður er gríðarstór skíðishvalur sem tilheyrir reyðarhvalaættinni (Balaenopteridae). Reyndar er steypireyðurin stærsta skepna sem lifað hefur á jörðinni, getur orðið 34 m á lengd og 190 tonn. Stærsta dýrið sem hefur fundist var kvendýr.
-
Steypireyður er jafnframt háværasta dýr jarðar. Köll hennar ná 188 desíbela styrk. Þessi hljóð gegna mikilvægum tilgangi fyrir samskipti og þurfa að geta borist langar vegalengdir þar sem hundruð og jafnvel þúsundir kílómetra skilja að einstök dýr.
-
Hjarta steypireyðar vegur um 450 kg og sér um að dæla 6.400 kg af blóði um líkama dýrsins. Hjartað er á stærð við Volkswagen-bjöllu. Manneskja gæti skriðið í gegnum ósæðina.
-
Steypireyðar geta kafað í 40 mínútur og farið niður á 140 m dýpi. Þær synda mjög hratt. Yfirleitt synda þær á 5-32 km/klst. en geta farið upp í 38-48 km/klst. á sprettum þegar hætta steðjar að. Við fæðuöflun fara þær hægar yfir, á um 2-6 km/klst. hraða.
-
Steypireyðar hafast við nærri yfirborðinu og er að finna í öllum höfum heims.