-
Háhyrningar tilheyra höfrungaættinni og eru þeirra stærstir og oft taldir grimmastir þar sem þeir synda um úthöfin í hópum og eru því stundum kallaðir „úlfar hafsins“. Háhyrningar eru háþróuð rándýr efst í fæðukeðjunni og ein útbreiddasta spendýrategund í heimi. Þeim hefur tekist að dreifa sér um öll heimshöfin, allt frá hitabeltinu að jaðri hafíssins við báða pólana.
-
Háhyrningar verða um 8-10 m langir og vega 3.600-5.400 kg. Karldýrið er stærra en kvendýrið. Þeir eru öflug rándýr og fæðuúrvalið er fjölbreytt; fiskar, smokkfiskar, sjávarspendýr á borð við hvali og seli, skjaldbökur, kolkrabbar og jafnvel fuglar eins og mörgæsir og máfar. Dýr sem tilheyra ákveðnum stofnum sérhæfa sig venjulega í að veiða ákveðnar bráðir.
-
Háhyrningar lifa í litlum hópum með 6-40 dýrum. Þeir eru mjög félagslyndir. Þeir mynda sterk tengsl sem haldast út allt æviskeið dýranna. Hópurinn veiðir saman og beitir mjög þróuðum aðferðum. Bráðin getur verið mjög stór og er henni skipt á milli hópsins. Hópurinn verndar þá ungu, veiku og særðu. Háhyrningar synda afar hratt. Þeir geta synt allt að 48 km í spretti til að fanga bráð sína.
-
Leyndarmálið á bak við velgengni þessarar tegundar er fyrst og fremst skilningsgeta hennar sem skýrist af miklum samskiptum á milli dýranna, svo þau eru fær um að þróa með sér hæfileika til að skynja og greina þrívítt umhverfi sitt. Háhyrningar geta kennt hver öðrum sérhæfðar veiðiaðferðir og hegðun sem getur varað í margar kynslóðir.
-
Eins og er hefur níu ólíkum afbrigðum af háhyrningum verið lýst um allan heim. Það þýðir að þessi ólíku afbrigði háhyrninga hafa sérgreinandi fæðu, sköpulag og hegðun, æxlast ekki með öðrum afbrigðum og forðast félagsleg samskipti þrátt fyrir að vera stundum á sama hafsvæði.