-
Tvær undirtegundir grindhvala eru til. Á suðurhveli lifa þeir í köldum sjó allt í kringum Suðurskautslandið. Á norðurhveli er þá að finna í Norður-Atlantshafi, Norðursjó og vesturhluta Miðjarðarhafsins, frá Asoreyjum til Grænlands.
-
Grindhvalur er með stórt og kúpt enni og langan, sterkbyggðan skrokk sem getur orðið allt að 6,3 metra langur.
-
Grindhvalir kafa niður á 30-500 m dýpi eftir smokkfiski og fiski á borð við makríl og þorsk en éta þó einnig aðrar tegundir fiska, litla kolkrabba og rækju.
-
Yfirleitt eru karldýrin mun stærri en kvendýrin og oftast er bakugginn aftursveigður og melónan slútir oft yfir trýnið.
-
Grindhvalir eru mjög félagslyndar skepnur og hafa sést í hópum sem talið geta allt frá örfáum einstaklingum upp í fleiri en 1.000.