-
Mjaldrar verða að meðaltali um 4,6 m langir og vega allt að 1.500 kg. Tarfarnir eru ögn stærri en kýrnar.
-
Mjaldurinn hefur digran skrokk og lítið, kubbslegt höfuð með trýni, stuttan háls og kúpt enni. Hann hefur engan bakugga sem auðveldar honum að synda undir hafís á norðurheimskautssvæðinu.
-
Mjaldurinn lifir á og við norðurheimskautssvæðið þar sem hafís liggur á sjónum. -Þeir hætta sér þó stundum suður fyrir útbreiðslusvæði sitt og hafa sést í hafinu kringum Ísland.
-
Mjaldrar eru þekktir sem kanarífuglar hafsins vegna söngs og hljóða sem koma frá þeim og heyrast jafnvel fyrir ofan yfirborð sjávar.
-
Mjaldrar eru afar félagslyndar skepnur og safnast saman í hópa 2-25 hvala, en að meðaltali eru um 10 hvalir í hverjum hópi (bæði karl- og kvendýr eða kýr og kálfar þeirra). Hópurinn veiðir og flytur sig milli hafsvæða sem ein heild.