-
Helsta einkenni náhvalsins er geysistór framtönn sem nær yfir 2,5 m lengd hjá fullvaxta dýrum og skagar fram úr höfðinu á á törfunum. Tönnin vex út úr efri gómi og snýst í spíral til vinstri. Vísindaheitið „Monodon Monoceros“ þýðir „hvalurinn með eina tönn og eitt horn“.
-
Náhvalir hafa sívalan skrokk sem er ekki með bakugga, hnöttótt höfuð og lítinn munn á kubbslegu trýninu. Þéttur skrokkurinn ásamt þykku spiklagi heldur hita á hvölunum í köldu Norður-Íshafinu þar sem þeir lifa.
-
Heimkynni náhvalsins eru umhverfis Norðurheimskautið. Náhvalurinn heldur sig því mest norðan við Ísland en hans hefur þó alloft orðið vart við norðurstrendur Íslands, þá oftast sem hvalreka.
-
Náhvalir geta kafað niður á 1500 m dýpi og eru á meðal þeirra spendýra sem geta kafað dýpst. Náhvalurinn kafar í 7-25 mínútur í einu.
-
Kálfar náhvalsins eru um 80 kg þegar þeir fæðast og eru á spena í allt að 2 ár. Náhvalskýrin ber að meðaltali þriðja hvert ár.