-
Andarnefjur geta orðið allt að 9,8 m að lengd en eru að meðaltali um 6,7-7,6 m. Þær verða kynþroska eftir 7-14 ár og vega á milli 5.800-7.500 kg. Karldýrin eru um 25% stærri en kvendýrin.
-
Fengitími er á vorin og fyrrihluta sumars og kálfar fæðast frá apríl og fram í júní eftir eins árs meðgöngu. Kálfarnir eru um 3,5 m langir og oftast brúnir að lit.
-
Andarnefjur finnast allt frá ísrönd Norður-Atlantshafsins til Long Island-sunds og Grænhöfðaeyja. Oft eru þær á meira en 1.000 m dýpi.
-
Þær eru lengi í kafi í senn, allt að 70 mínútur og að meðaltali á 80-800 m dýpi. Dýpsta köfun sem vitað eru um hjá þessari tegund er 1.453 m.
-
Andarnefjur verða allt að 37 ára gamlar.