-
Ísland er norðan við meginútbreiðslusvæði léttis í Norður-Atlantshafi. Hann sést þó stundum við Ísland og þá við vesturströndina.
-
Stofnstærð léttis á afmörkuðum svæðum bendir til þess að hann kunni að vera algengasta hvalategund heims. Í hitabeltissvæðum Kyrrahafsins er talið að séu yfir 3 milljónir dýra.
-
Léttir kafar oftast stutt og grunnt niður á 5-30 metra dýpi en getur kafað niður á 200 m dýpi. Hann er sjaldnar lengur í kafi en 3 mínútur þótt það komi fyrir að hann kafi í allt að 8 mínútur.
-
Léttir er grannvaxinn og er minnstur þeirra höfrungategunda sem sést hafa við Ísland. Bolurinn er sívalur og mjókkar aftur.
-
Léttir er oft í hópum með öðrum höfrungategundum og fylgir gjarnan stórhvelum á borð við steypireyði, langreyði og hnúfubak.